Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mið 23. maí 2018 22:10
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Ég sé fyrir mér að við verðum taplausar út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik og við vorum lengi að finna taktinn. Í rauninni fundum við ekki taktinn fyrr en í seinni hálfleik, boltinn fór að ganga betur milli manna og við skorum. Ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn eða margt í honum. Heilt yfir ekkert sérstaklega ánægður með leik liðsins en mjög ánægður með að halda hreinu og þrjú góð stig.“ sagði Donni eftir 2 - 0 sigur gegn KR.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  0 KR

Lilja Dögg Valþórsdóttir fékk það hlutverk að elta Söndru Mayor allan leikinn. 

„Leikurinn spilaðist bara eins og við bjuggumst við. KR er með mjög skipulagt lið og vörðust á mörgum mönnum. Þær voru með eina sem elti Söndru út um allt. Það var mjög skemmtilegt að sjá, fyndið eiginlega en bara flott hjá þeim. Virkaði reyndar ekki því Sandra skoraði.“

Þór/KA fékk til sín nýjan markmann á dögunum, Johanna Henriksson frá Svíþjóð.

„Við erum kominn með nýjan markmann en Bryndís er ekki endilega hætt. Við þurfum bara aðeins að sjá til hvernig það þróast. Hún er ennþá til taks og það kemur bara í ljós. Hún er ekki formlega hætt í Þór/KA. Það getur vel verið að hún spili næsta leik eða leiki. Það verður bara að koma í ljós.“

Þór/KA er taplaust eftir 4 leiki í deildinni.

„Ég sé það fyrir mér að við verðum taplausar út tímabilið eins og við ætluðum að gera í fyrra. Við förum í næsta leik og ætlum að vinna hann. Svo bara höldum við áfram.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir
banner
banner
banner