Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 26. janúar 2015 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli í þriðja sæti eftir umdeildan sigur
Higuain skoraði bæði gegn Genoa.
Higuain skoraði bæði gegn Genoa.
Mynd: Getty Images
Tveir leiki voru spilaðir í ítölsku efstu deildinni í kvöld þar sem Napoli nældi sér í þriðja sætið á umdeildan hátt.

Gonzalo Higuain skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti frá Jose Callejon. Endursýningar sýndu að Higuain var í rangstöðu þegar Callejon hleypti skotinu af.

Iago Falque jafnaði fyrir gestina í jöfnum leik í síðari hálfleik en Higuain skoraði sigurmarkið úr gríðarlega umdeildri vítaspyrnu. Napoli kom sér þannig uppfyrir Lazio og Sampdoria og í þriðja sæti deildarinnar, á meðan Genoa situr eftir í sjöunda sæti.

Empoli átti þá stórgóðan leik gegn Udinese en gestirnir sigruðu þrátt fyrir yfirburði heimamanna. Empoli er einu stigi frá fallsæti á meðan Udinese er í efri hluta deildarinnar, sjö stigum frá evrópusæti.

Empoli 1 - 2 Udinese
0-1 Antonio Di Natale ('19)
1-1 Riccardo Saponara ('37, víti)
1-2 Silvan Widmer ('60)
Rautt spjald: Panagiotis Kone, Udinese ('74)

Napoli 2 - 1 Genoa
1-0 Gonzalo Higuain ('7)
1-1 Iago Falque ('56)
2-1 Gonzalo Higuain ('75, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner