Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 26. maí 2018 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fulham upp í ensku úrvalsdeildina (Staðfest)
Fulham fagnar marki sínu í dag.
Fulham fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Fulham 1 - 0 Aston Villa
1-0 Tom Cairney ('23 )
Rautt spjald:Denis Odoi, Fulham ('70)

Fulham tryggði sér síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni í dag með sigri á Aston Villa í hreinum úrslitaleik á Wembley. Birkir Bjarnason var allan tímann á bekknum hjá Villa og kemur nú til móts við íslenska landsliðið fyrir HM.

Fulham var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst yfir á 23. mínútu þegar miðjumaðurinn Tom Cairney skoraði eftir laglegan undirbúning ungstirnisins Ryan Sessegnon.

Sessegnon er aðeins 18 ára gamall en hann hefur farið mikinn á þessari leiktíð. Hann hefur verið besti leikmaður Fulham. Sagt er að flest stórlið Evrópu séu á eftir honum, en hann hefur talað um að hann vilji vera áfram í herbúðum Fulham.

Fulham leiddi 1-0 í hálfleik. Þegar 20 mínútur voru eftir fékk Denis Odoi varnarmaður Fulham að líta rauða spjaldið og Villa var því einum fleiri síðustu 20 mínúturnar. Þrátt fyrir það náði liðið ekki að skora og lokatölur 1-0 fyrir Fulham.

Fulham fer því upp í ensku úrvalsdeildina með Wolves og Cardiff. Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa sitja eftir með sárt ennið.

Fulham verður í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni frá 2014 á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner