Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. janúar 2021 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver Heiðarsson velur að ganga í raðir FH
Oliver í leik með Þrótti síðasta sumar.
Oliver í leik með Þrótti síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson er að ganga í raðir FH samkvæmt heimildum vefsíðunnar 433.is.

Oliver er sonur Heiðars Helgusonar fyrrverandi landsliðsmanns Íslands sem lék um áraraðir í Englandi. Hann er 19 ára gamall og skoraði fjögur mörk fyrir Þrótt í Lengjudeildinni í sumar í 19 leikjum.

Hann lék sinn fyrsta leik með liðinu í fyrrasumar þegar hann lék þrjá leiki í deildinni.

Oliver nýtt sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum hjá Þrótti og er hann að semja við FH í Pepsi Max-deildinni að því er kemur fram á 433.is. Í sömu grein kemur fram að talsverður fjöldi félaga hafi reynt að semja við framherjann, en FH sé að vinna kapphlaupið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner