Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. janúar 2021 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver Heiðarsson í FH (Staðfest)
Mynd: FH Facebook
FH er búið að staðfesta að hinn efnilegi Oliver Heiðarsson er genginn í raðir félagsins.

Oliver er aðeins 19 ára gamall en hann kemur til Hafnarfjarðar frá Þrótti R. og skrifar undir tveggja ára samning.

Oliver er uppalinn Þróttari og skoraði 4 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni í fyrra. Hann er kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem framherji.

Hann er talinn gífurlega efnilegur og var afar eftirsóttur í sumar en valdi FH að lokum. Oliver er sonur Heiðars Helgusonar, fyrrum sóknarmanns Watford, Fulham og íslenska landsliðsins.

„Við bjóðum Oliver hjartanlega velkominn til Fimleikafélagsins og hlökkum til að sjá hann klæðast hinni undurfögru FH treyju," segir meðal annars í færslu á Facebook síðu FH.

Sjá einnig:
Oliver Heiðarsson á förum frá Þrótti
Oliver Heiðarsson velur að ganga í raðir FH

Athugasemdir
banner
banner
banner