Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 18. júlí 2018 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Bjössi Hreiðars: Þetta víti var kjaftæði og skandall
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var brjálaður eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

Valur hafði unnið fyrri leikinn gegn norsku meisturunum 1-0 að Hlíðarenda og var staðan markalaus í hálfleik í síðari leiknum.

Það var í síðari hálfleik sem búlgarski dómarinn Stefan Apostolov eyðilagði leikinn fyrir Val með skelfilegri dómgæslu þar sem hann gaf þrjár vítaspyrnur sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Fyrstu vítaspyrnuna gaf hann heimamönnum sem komust yfir með marki frá Nicklas Bendtner. Aðra spyrnuna gaf hann Val sem náði að minnka muninn í 2-1 og hefði komist áfram á útivallarmarki. Þriðju spyrnuna gaf hann svo heimamönnum í uppbótartíma og vakti það mikla reiði á bekk Vals.

„Þetta er bara búið núna. Þetta víti var bara kjaftæði og skandall. Menn eiga ekki að dæma vítaspyrnur nema þeir séu hundrað prósent vissir," sagði Bjössi brjálaður.

„Ég trúi því ekki að í dómarareglunum sé þetta víti. Ég bara trúi því ekki. Ég verð að segja eins og er."

Bjössi er svekktur með úrslitin en áttar sig á því að ekkert sé hægt að gera í málinu. Hann er þó stoltur af frammistöðu liðsins.

„Þetta er svona og við erum úr leik, það er sorgleg staðreynd. Mér fannst strákarnir mjög öflugir, þeir leggja sig gríðarlega fram og koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.

„Ég hélt að þetta væri komið en þá kemur þetta. Dómarinn bætir við fimm mínútum og flautar á slaginu þrátt vítaspyrnuna og allt vitlaust hérna."


Varamannabekkur Vals mótmælti síðasta vítaspyrnudóminum harkalega og var Ólafur Jóhannesson sendur upp í stúku eftir að hafa gert peningamerki með höndunum, til að ýja að því að búið væri að múta dómaranum.

„Ég held ég hafi bara minnst á að þetta væri stór ákvörðun, að hann þyrfti að vera algjörlega viss um þetta og að vonandi væri þetta rétt því annars væri hann að dæma okkur úr keppni.

„Við sjáum þetta betur þegar þetta verður endursýnt. Ég veit ekkert hvort eða hvenær þetta verður endursýnt. Þetta er búið og það þýðir ekki að væla yfir þessu.

„Þetta er sárt. Við ætluðum áfram og töldum okkur geta það. Það er þungt að detta út svona.

„Það kemur dagur eftir þennan, en þetta er fúlt, ömurlegt. Að detta út svona er ferlegt."

Athugasemdir
banner
banner