Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 22. apríl 2020 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Damir um leikkerfi Breiðabliks: Erfitt að aðlagast því í byrjun
Damir Muminovic er gestur vikunnar í Miðjunni.
Damir Muminovic er gestur vikunnar í Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net þessa vikuna. Hann fer þar yfir æsku sína og ferilinn áður en hann kemur til dagsins í dag.

Hann ræðir meðal annars þær breytingar sem hafa orðið á Breiðabliks liðinu eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason tóku við liðinu í haust.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

„Ég finn það á hópnum að núna þarf allt að vera 100% á æfingum, maður þarf alltaf að vera einbeittur að því sem á að gera. Það er ekki hægt að slaka á æfingum, þær eru þannig," segir Damir.

Breiðablik hafði spilað í Bose-mótinu, Fótbolta.net mótinu og hafið leik í Lengjubikarnum þegar öllum fótbolta var hætt hér á landi vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Fram að því hafði verið nokkur umræða um leikkerfi liðsins þar sem oftar en ekki var teflt fram með þremur miðvörðum og markvörðurinn stóð oftar en ekki í miðjuhringnum.

„Það var erfitt að aðlagast þessu í byrjun. Þjálfararnir sögðu 'þið munið gera mistök, og ég vil að þið gerið mistök, ekki vera hræddir við það. En við erum að fara að spila svona og þið lærið þetta'. Við erum búnir að gera það," sagði Damir.

„Þetta var erfitt, ég er reyndur varnarmaður en þetta var skrítið. Ég var bara einbeittur og náði að aðlagast leikkerfinu. Við erum að verða betri og betri í þessu og ættum að geta leyst þetta. Ég held ég hafi bætt mig í fótbolta í þessu leikkerfi. Ég þarf að hugsa meira hvert ég ætla að senda og slíkt."
Miðjan - Damir upplifði mikið heimilisofbeldi
Athugasemdir
banner
banner