Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. maí 2021 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gulli að skrifa undir hjá Schalke - Sagður hafa verið á leið í KA
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar með landsliðinu í mars
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar með landsliðinu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson er á leið til Schalke og mun skrifa undir hjá félaginu á mánudag samkvæmt heimildum Hjörvars Hafliðasonar.

Sjá einnig:
Guðlaugur Victor að ganga til liðs við Schalke

Guðlaugur er þrítugur miðjumaður sem fer til Schalke frá Darmstadt. Schalke féll sannfærandi úr Bundesliga í vetur og leikur í 2. Bundesliga á komandi ári.

Í vetur voru sögur um að Guðlaugur Victor gæti verið á leið heim til Íslands. Rætt var um að hann hefði farið í viðræður við KR.

Lestu meira um það:
Sögur um að Guðlaugur Victor íhugi að spila á Íslandi (11. des '20)
Segir Guðlaug Victor bara vilja fara í KR ef hann kemur heim (23. des '20)

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær kom fram að Gulli hefði verið nálægt því að fara í KA.

„Þetta er stórt fyrir hann því um jólin vorum við að ræða um að hann væri á leiðinni í KR," sagði Hjörvar.

„Hann var á leiðinni í KA. Þeir voru tilbúnir með stærsta veskið hér innanlands. Það var stoppað sem betur fer því hann væri ekki á leið til Schalke 04 frá KA núna," sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í þættinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner