mið 23. desember 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Rúnar Alex: Allir gera mistök
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson gerði slæm mistök er Arsenal tapaði 1-4 gegn Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í gærkvöldi.

Mikel Arteta var spurður út í slaka frammistöðu Rúnars að leikslokum og kom markverðinum til varnar.

Rúnar gerði vel fyrstu fjóra leikina með Arsenal í Evrópudeildinni en gæðamikið lið Man City reyndist alltof stór biti.

„Hann er ennþá að venjast öllu, hann er nýlega kominn til félagsins og hefur ekki fengið mikinn spiltíma. Allir gera mistök og það er mikilvægt að standa við bakið á honum," sagði Arteta.

„Ég hefði frekar kosið að nota Bernd Leno en hann hefur spilað margar mínútur og þurfti smá hvíld. Við vildum líka gefa öðrum leikmönnum tækifæri. (Rúnar) Alex hefur staðið sig vel hingað til en svona getur gerst í fótbolta."

Næsti leikur Arsenal er erfiður heimaleikur gegn Chelsea annan í jólum.

Rúnar Alex er 25 ára gamall og gekk í raðir Arsenal í sumar. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning eftir að hafa verið hjá Dijon í Frakklandi í nokkur ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner