Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. desember 2020 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino að taka við PSG
Pochettino er að snúa aftur.
Pochettino er að snúa aftur.
Mynd: Getty Images
Búið er að reka Thomas Tuchel frá Paris Saint-Germain. Félagið á enn eftir að tilkynna þetta, en gríðarlega margir fjölmiðlar segja frá þessum tíðindum.

Tuchel er 47 ára gamall og fyrrum stjóri Dortmund og Mainz. Hann tók við PSG 2018.

Tíðindin koma á óvart. PSG vann 4-0 sigur á Strasbourg í gær og er einu stigi frá toppnum í Frakklandi. Liðið er þá komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en PSG fór í úrslitaleikinn í þeirri keppni í fyrra og tapaði þar fyrir Bayern München.

Samkvæmt hinum mjög svo áreiðanlega Fabrizio Romano er PSG nálægt því að ráða nýjan stjóra. PSG er í viðræðum við Mauricio Pochettino og samkvæmt Romano er búist við því að það verði gengið frá ráðningu á honum á næstu klukkutímum.

Pochettino er 48 ára gamall Argentínumaður sem stýrði síðast Tottenham frá 2014 til 2019. Hann hefur lengi verið orðaður við stjórastarfið hjá Manchester United, en það er ekki að fara losna og svo virðist sem hann taki við PSG. Pochettino spilaði með PSG frá 2001 til 2003 og þekkir því félagið ágætlega.

Athugasemdir
banner
banner