Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fim 11. nóvember 2010 18:41
Magnús Már Einarsson
Sigurður Þórir: Vorum komnir með Houllier
Sigurður Þórir Þorsteinsson.
Sigurður Þórir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Houllier ætlaði að mæta áður en hann tók við Aston Villa.
Houllier ætlaði að mæta áður en hann tók við Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni verður afmælisráðstefna félagsins á laugardaginn.

,,Það eru 80 manns sem eru búnir að skrá sig á ráðstefnuna og vonandi eiga fleiri eftir að skrá sig í dag og á morgun," sagði Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður knattspyrnuþjálfarafélagsins.

,,Við erum búnir að vinna í undirbúningi að ráðstefnunni í ca 15 mánuði. Þar með eru taldir fundir, símhringingar, tölvupóstar, hugarflæði og svo framvegis."

Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður með fyrirlestur um U21 árs landsliðið og Michael Köllner og Raymond Verheijen koma einnig til Íslands til að halda fyrirlestur á námskeiðinu.

,,Suma erlenda fyrirlesara var mjög erfitt að fá og þurftum við að hafa mikið fyrir að fá. Við vorum komnir með Gérard Houllier en hann ákvað að taka við Aston Villa frekar en að koma til okkar," sagði Sigurður Þórir léttur í bragði.

Knattspyrnuþjálfarafélagið var stofnað árið 1970 en á þeim tíma voru slík félög ekki algeng.

,,Knattspyrnuþjálfarafélagið er mjög merkilegt fyrir þær sakir að vera stofnað fyrir 40 árum, 10 árum á undan til dæmis knattspyrnuþjálfarafélagi Evrópu."

,,Framsýnir menn vildu auka menntun innlendra þjálfara og unnu náið með KSÍ til að færa þjálfun og menntun knattspyrnuþjálfara á hærra stig."

banner
banner
banner