Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 17. júní 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Kunna þetta þó hárið sé farið að þynnast
Atli fagnar marki með Sindra í sumar.
Atli fagnar marki með Sindra í sumar.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Mynd: Guðmundur Karl
Auðun Helgason og Óli Stefán Flóventsson leika í hjarta varnarinnar hjá Sindra.
Auðun Helgason og Óli Stefán Flóventsson leika í hjarta varnarinnar hjá Sindra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
,,Þetta var án efa besti leikur minn í sumar," sagði Atli Haraldsson við Fótbolta.net í gær en hann er leikmaður 6. umferðar í 2. deild karla. Atli skoraði bæði mörk Sindra í 2-0 sigri á Reyni Sandgerði um síðustu helgi.

,,Við höfum verið að ströggla á boltann það sem af er tímabili en varnarleikurinn skilað þeim stigum sem við höfum fengið. Þetta voru bestu 90 mínútur sem Sindra liðið hefur spilað í sumar og vonandi náum við að upp sama leik á móti ÍR um helgina."

Óli Stefán Flóventsson þjálfari Sindra hefur leikið í hjarta varnarinnar í sumar með Auðun Helgason sér við hlið. Óli Stefán er 38 ára á meðan Auðun verður fertugur á morgun.

,,Það er óhætt að segja að þeir kunni þetta þó það sé farið að þynnast á þeim hárið. Eftir að hafa spilað með Óla í nokkur ár veit maður alveg hversu sterkur leikmaður hann er. Gæðin sem Auðunn kemur síðan með í þetta lið eru svakaleg. Hann sagði að hann hefði ekki spilað fótbolta í langan tíma áður en hann kom hingað, en það er augljóslega lygi þar sem hann er búinn að vera frábær þar sem af er."

Sindri er með tíu stig eftir sex umferðir í 2. deildinni. ,,Markmiðið hjá okkur hefur alltaf verið að gera betra en árið á undan og þetta sumar er enginn undantekning. Annars virðist þetta vera mjög jöfn deild og flest liðin fær um að kroppa stig af hvort öðru og ómögulegt að segja hvernig þetta endar."

Sindri er á sínu öðru ári í deildinni eftir að hafa leikið í nokkur ár í neðstu deild. Atli vill meina að knattspyrnuhöllin sem kom á Höfn í lok árs 2012 hafi hjálpað mikið til.

,,Aðstaðan hefur stórbatnað hér á Hornafirði. Eftir að hafa æft ýmist á sparkvöllum eða í futsal á veturnar var algjör bylting að fá gervigrashöll. Óli Stefán á líka stóran þátt í því, augljóslega sem þjálfari liðsins. Hann vill hafa hlutina eins “professional” og hægt er og batterýið í kringum liðið er alltaf að stækka og verða betra. Ég myndi halda að hann ætti stærstan heiðurinn fyrir betra gengi félagsins."

Næsti heimaleikur Sindra er eftir tæpar tvær vikur á sama tíma og Humarhátíð fer fram á Höfn. Atli segir mikil stemning vera fyrir þeim leik.

,,Heldur betur. Leikur á móti Ægi sem voru samferða okkur upp í 2. deildina og höfum við mætt þeim mjög oft seinustu ár og kominn smá rígur á milli. Ef ég þekki Valda formann rétt verður boðið uppá humar og hvítt í stúkunni og brjáluð stemning," sagði Atli léttur í bragði að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner