Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 05. desember 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Einar Örn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Einar Örn Jónsson.
Einar Örn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexis skorar samkvæmt spá Einars.
Alexis skorar samkvæmt spá Einars.
Mynd: Getty Images
Marklínutækni þarf til að skoða mark Paddy McNair samkvæmt spánni.
Marklínutækni þarf til að skoða mark Paddy McNair samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Gary Martin fékk átta rétta þegar hann spáði í leiki vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.

Hann jafnaði þar með Eið Smára Guðjohnsen með besta árangur tímabilsins.

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, á leik þessa helgina.



Newcastle 0 - 2 Chelsea (12:45 á morgun)
Það er ömurlegt að viðurkenna það opinberlega en Chelsea er besta liðið á Englandi núna. Það gefur því augaleið að þeir vinna Newcastle sem er þess utan leiðinlegt lið með leiðinlegan stjóra.

Hull 2 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Hávísindalegt gisk hjá mér: Húll vinnur af því mér er hlýtt til Húll eftir að hafa hlustað á skipafréttir frá Húll og Grimsby í gufunni sem krakki.

Liverpool 1 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Hmmm, mig langar rosalega að vera vondur við Liverpool en þeir eru búnir að vinna tvo leiki í röð. Hef það samt ekki í mér að spá þeim sigri. Dramatískt jafntefli samt.

QPR 0 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Æsispennandi leikur sem mun líklega halda þjóðinni í heljargreipum. Burnley vinnur, bara af því það er spennandi að heyra hvað Harry hefur að segja eftir tapleikina... sem eru margir.

Stoke 0 - 3 Arsenal (15:00 á morgun)
Arsenal vinnur. Og heldur hreinu. Og Alexis skorar. Og Ramsey á stórleik. Og Shawcross fer að gráta og biðst afsökunar á fótbrotinu um árið.

Tottenham - Crystal Palace 2-0
Ætli það sé ekki bara komið að sigurleik hjá Tottenham? Það gleður Boga Ágústsson svo agalega þegar Tottenham vinnur. Þeir hafa samt tapað fjórum af síðustu fimm. Vinna samt núna.

Man City 1 - 1 Everton (17:30 á morgun)
Aguero-blaðran springur. Samt þannig að hann skorar ,,bara“ eitt mark. City er samt eina liðið sem getur ógnað Chelsea í alvöru en þeir koksa í þessum leik.

West Ham 1 - 3 Swansea (13:30 á sunnudag)
Það gengur náttúrulega engan vegin að West Ham sé fyrir ofan Arsenal! Þess vegna tapa þeir svo Arsenal komist upp fyrir þá. Já, og Gylfi verður suddalegur fyrir Svanina. Skorar og leggur upp annað.

Aston Villa 2 - 1 Leicester (16:00 á sunnudag)
Æji, nennir einhver í alvöru að spá í þessum leik?

Southampton 2 - 3 Manchester United (20:00 á mánudag)
Úúú, spennó. Southampton spútnik (ef það er hægt tvö ár í röð) og Júnæted að skríða saman. Meiðslin reyndar að rústa S‘oton núna en það er nú ekki eins og allir sér 100% hinum megin heldur. Spái rosalegum leik með sigurmarki í uppbótartíma. Paddy McNair skorar og marklínutæknin sker úr um markið. Kannski pínu nákvæmt en þetta segja telaufin sem ég nota við spána.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári
Guðjohnsen (8 réttir)

Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner