Ari Freyr Skúlason var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri nutiminn.is fær það verkefni að spá í leikina að þessu sinni.
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri nutiminn.is fær það verkefni að spá í leikina að þessu sinni.
Chelsea 3 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Chelsea er ennþá á þessu óþolandi rönni en það vita allir að það hefst nýtt mót þegar maður sest niður við lokaborðið. Gefum þeim þennan.
Everton 1 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Greiningardeild Arion banka er ennþá að klóra sér í höfðinu yfir þessum leik og kolkrabbinn Páll drapst þegar hann var beðinn um að skjóta á úrslit.
Leicester 1 - 2 Sunderland (15:00 á morgun)
Sunderland er búið að rífa sig upp eftir móðuharðindin gegn Southampton og Leicester sagði þetta bara gott eftir hörkuna á móti Man Utd.
Manchester City 1 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Gylfi blikkar Oasis-bræður áður en hann smyr honum beint úr aukaspyrnu betur en þau gera á Jómfrúnni. Aguero lætur hins vegar okkar mann ekki komast upp með þetta.
Newcastle 3 - 1 QPR (15:00 á morgun)
Nú þegar vísindamenn hafa lent könnunarfari á halastjörnu geta þeir byrjað að rannsaka af hverju Newcastle er búið að vinna fjóra leiki í röð.
Stoke 1 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Ég myndi pæla í þessum leik en ég þarf að skila spólu.
Arsenal 3 - 0 Manchester United (17:30 á morgun)
Enginn Blind, enginn Falcao og engin vörn hjá Man Utd og Sanchez svo heitur að orkumálaráðherra Bretlands er að spá í að virkja hann. 3-0.
Crystal Palace 1 - 1 Liverpool (13:30 á sunnudag)
Ef ég þekki mína menn rétt þá verður þetta hræðilegur leikur, sem byrjar sæmilega en endar með sárum vonbrigðum. 1-1.
Hull 0 - 2 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Tottenham er fyrir fótbolta þar sem Spotify er fyrir tónlistarmenn. Peningarnir flæða í gegn en skila samt voðalega litlu. Þeir vinna samt þennan leik á ótrúlegan hátt.
Aston Villa 1 - 3 Southampton (20:00 á mánudag)
Southampton losaði sig við liðið sem var svo skemmtilegt á síðasta tímabili og gerði í staðinn samning við SATAN. Það skilar að sjálfsögðu.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir