Steindi Jr. fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.
14. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í kvöld og á morgun.
Gary Martin, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, spáir í leikina að þessu sinni.
14. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í kvöld og á morgun.
Gary Martin, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, spáir í leikina að þessu sinni.
Burnley 2 - 1 Newcastle (19:45 í kvöld)
Danny Ings er í stuði og hann skilur þessi lið að.
Leicester 1 - 2 Liverpool (19:45 í kvöld)
Liverpool verður að vinna þennan leik. Þetta er erfiður útivöllur en Liverpool þarf sigurinn.
Manchester United 3 - 1 Stoke (19:45 í kvöld)
Ég vonast til að sjá Falcao í byrjunarliðinu. Manchester United er með of sterkt lið fyrir Stoke. Rooney skorar tvö.
Swansea 3 - 0 QPR (19:45 í kvöld)
Svanirnir hafa spilað vel á tímabilinu og þeir eru mjög sterkir heima.
Crystal Palace 2 - 1 Aston Villa (20:00 í kvöld)
Crystal Palace náði frábærum úrslitum í síðasta leik og vinnusemin tryggir þeim stigin þrjú.
WBA 1 - 2 West Ham (20:00 í kvöld)
Big Sam hefur kveikt í West Ham í byrjun tímabils. West Brom er í miklu ströggli og Andy Carroll skorar sigurmarkið í þessum leik.
Arsenal 3 - 0 Southampton (19:45 á morgun)
City sprengdi Southampton blöðruna um helgina. Arsenal er heilt yfir með sterkara lið og þetta verður sannfærandi sigur.
Chelsea 1 - 0 Tottenham (19:45 á morgun)
Snilli Mourinho mun klára þennan grannaslag. Breiddin í leikmannahópi Chelsea gæti sagt til sín í þessum leik.
Everton 2 - 2 Hull (19:45 á morgun)
Þriðji leikurinn í vikunni hjá Everton og það gefur Hull frábært tækifæri til að ná í eitthvað.
Sunderland 0 - 3 Manchester City (19:45 á morgun)
City er með of sterkan hóp. Þeir verða ekki í erfiðleikum fyrir norðan. Aguero skorar tvö.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir