Doddi litli fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Það er enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen sem spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni. Eiður Smári lék með Chelsea í áraraðir og hann hefur trú á að sínir gömlu félagar haldi fluginu áfram um helgina.
Eiður Smári telur hins vegar að gömlu félagarnir í Tottenham muni tapa gegn Manchester City. Hér að neðan er spá Eiðs fyrir helgina.
Það er enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen sem spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni. Eiður Smári lék með Chelsea í áraraðir og hann hefur trú á að sínir gömlu félagar haldi fluginu áfram um helgina.
Eiður Smári telur hins vegar að gömlu félagarnir í Tottenham muni tapa gegn Manchester City. Hér að neðan er spá Eiðs fyrir helgina.
Manchester City 3 - 1 Tottenham (11:45)
Manchester City eru of sterkir fyrir Spurs. Sergio Aguero með tvö mörk.
Arsenal 2 - 2 Hull (14:00 á morgun)
Mikil meiðslavandræði hjá Arsenal og Hull sýna það að þeir eiga heima í PL.
Burnley 2 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Það fer að koma að því að Burnley vinni sinn fyrsta leik og ég spái því að það verði á móti West Ham.
Crystal Palace 1 - 3 Chelsea (14:00 á morgun)
Ekkert sem stoppar mitt gamla lið í ár. Næsta skref í átt að titlinum. Hazard, Costa og Fabregas klára þetta.
Everton 2 -0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Algjört must fyrir Everton að vinna. Eru með mun betra lið en taflan sýnir.
Newcastle 1 - 2 Leicester (14:00 á morgun)
Ruglið heldur áfram hjá Newcastle og Pardew fær að taka pokann.
Southampton 1 - 0 Sunderland (14:00 á morgun)
Heimasigur og sterk byrjun Saints heldur áfram.
QPR 0 - 2 Liverpool (12:30 á sunnudag)
Get ekki sagt að ég sé mikill Poolari en úthvíldir Balotelli, Sterling og Sturridge verða of stór biti fyrir Harry og hans menn.
Stoke 1 - 0 Swansesa (15:00 á sunnudag)
Stoke vinnur þennan í lokin. Crouch sér um það.
WBA 3 - 3 Manchester United (19:00 á mánudag)
Enn og aftur munum við sjá hversu óskiljanlegt það er að Man U hafi ekki keypt varnarmann fyrir tímabilið.
Fyrri spámenn:
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir