Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 24. október 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Björn Bragi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Björn Bragi og Thierry Henry hressir.
Björn Bragi og Thierry Henry hressir.
Mynd: Twitter
Gylfi mun standa í ströngu á morgun samkvæmt spánni.
Gylfi mun standa í ströngu á morgun samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Van Gaal mun hafa betur gegn Mourinho samkvæmt spá Björns Braga.
Van Gaal mun hafa betur gegn Mourinho samkvæmt spá Björns Braga.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen fékk 8 rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það er árangur sem verður erfitt að toppa á þessu tímabili.

Björn Bragi Arnarsson fær það verkefni að tippa á leikina að þessu sinni.

,,Ánægjulegt að taka þátt í þessu vikuna eftir að Eiður Smári fékk 8 rétta. Engin pressa á mig! Markmiðið er hins vegar að sjálfsögðu 10 réttir og það ætti að vera nokkuð safe fyrir fólk að veðsetja húsið og leggja undir á þessa 10 leiki," sagði Björn Bragi en spá hans er hér að neðan.


West Ham 0 - 3 Manchester City (11:45 á morgun)
Það er ekkert eðlilegt við að West Ham sé í fjórða sæti deildarinnar. Þeir vita það sjálfir og gefa leikinn. City verður dæmdur 0-3 sigur.

Liverpool 3 - 1 Hull (14:00 á morgun)
Púlarar geta hætt að sakna Suarez því Balotelli skorar þrennu og fagnar henni með því að bíta Brendan Rodgers í andlitið.

Southampton 2 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Það er ekki hægt annað en að elska þetta Southampton lið. Stoke er hins vegar barn sem aðeins móðir getur elskað.

Sunderland 1 - 2 Arsenal (14:00 á morgun)
Arsenal með einn sigur í síðustu sjö í deild og þurfa þrjú stig. Sunderland eru brotnir eftir 8-0 tap í síðustu umferð. Öruggur útisigur.

WBA 1 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Það verða að vera einhver jafntefli líka.

Swansea 2 - 0 Leicester (16:30 á morgun)
Gylfi skorar eitt og leggur upp annað. Á leiðinni heim hjálpar hann gamalli konu yfir götu, slekkur skógareld og byggir barnaspítala.

Burnley 1 - 0 Everton (13:30 á sunnudag)
Burnley er eina liðið í deildinni sem á eftir að vinna leik. Þeir geta ekki beðið mikið lengur með það.

Tottenham 1 - 0 Newcastle (13:30 á sunnudag)
Ef Tottenham vinnur þennan leik ekki þá hætti ég að horfa á fótbolta.

Man Utd 2 - 1 Chelsea (16:00 á sunnudag)
Svo ég vitni í Dumb and Dumber þá held ég að Louis van Gaal muni nýta þetta tækifæri og totally redeem himself.

QPR 1 - 1 Aston Villa (20:00 á mánudag)
QPR verður yfir undir lok leiks en Harry Redknapp var búinn að setja aleiguna á jafntefli þannig að hann skipar sínum mönnum að hlaupa með boltann í eigið mark.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner