Auðunn Blöndal fékk fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.
Ari Freyr Skúlason spáir í leikina að þessu sinni en hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í næstu viku gegn Belgíu og Tékklandi.
Stærsti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er á Anfield á morgun en þar mætir Liverpool liði Chelsea.
,,Sem Liverpool maður þá er ekki gaman að horfa á þá núna miðað við síðasta tímabil. Þetta er bara eins og það er búið að vera síðustu 20 ár. Svekk og svekk," sagði Ari.
Ari Freyr Skúlason spáir í leikina að þessu sinni en hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í næstu viku gegn Belgíu og Tékklandi.
Stærsti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er á Anfield á morgun en þar mætir Liverpool liði Chelsea.
,,Sem Liverpool maður þá er ekki gaman að horfa á þá núna miðað við síðasta tímabil. Þetta er bara eins og það er búið að vera síðustu 20 ár. Svekk og svekk," sagði Ari.
Liverpool 0 - 2 Chelsea (12:45 á morgun)
Sem PoolAri þá hef ég ekki trú á mönnum gegn Chelsea því þeir eru bara of sterkir Costa og Hazard setjann.
Burnley 0 - 0 Hull (15:00 á morgun)
Þetta verður leiðinlegasti leikurinn í þessari umferð. Tvö skelfileg lið!
Manchester United 2 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
United mun þurfa að berjast fyrir þessu. Þeir eru ekki búnir að vera góðir en samt mun Di Maria redda þeim í þessum leik með einu marki og einu assisti.
Southampton 3 - 0 Leicester (15:00 á morgun)
Southampton hafa komið skemmtilega á óvart og team Tadic/Pelle munu sjá um Leicester.
West Ham 1 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
West Ham mun halda áfram að koma á óvart.
QPR 1 - 2 Manchester City (17:30 á morgun)
City eru of sterkir fyrir QPR en samt munu þeir gera þetta erfitt fyrir þá. Spurning hvernig City munu vera eftir CL leikinn. Aguero/Silva og Zamora skora.
Sunderland 0 - 2 Everton (13:30 á sunnudag)
Ég held að Sunderland skori ekki sjálfsmark í þessum leik en Eto´o og Lukaku sjá létt um þá.
Tottenham 0 - 0 Stoke (13:30 á sunnudag)
Verður fínasti leikur en ekkert skorað. Stoke er bara Stoke.
WBA 1 - 3 Newcastle (13:30 á sunnudag)
Newcastle mun halda sínu striki áfram.
Swansea 2 - 0 Arsenal (16:00 á sunnudag)
The Sig mun halda sínu formi áfram og skora eitt og leggja upp eitt! Kemur flottur í landsleikina.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir