Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 02. júní 2016 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Úlfur elti mig eins og hundur
Nik Chamberlain (Afturelding)
Nik í leiknum á laugardaginn.
Nik í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Raggi Óla
„Við vorum ánægðir með leikinn gegn Magna," segir Nik Chamberlain, miðjumaður Aftureldingar, og leikmaður 4. umferðar í 2. deildinni. Nik skoraði bæði mörk Aftureldingar í 2-0 sigri á Magna um síðustu helgi.

„Þetta var eins og skák. Það var kafli um miðjan leikinn þar sem þeir settu okkur undir pressu en heilt yfir vorum við betra liðið. Ég tel að við séum ennþá í öðrum gír og höfum upp á meira að bjóða."

Nik hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum umferðunum í sumar.

„Þrjár vítaspyrnur hafa hjálpað til eins og allir minna mig á en fólk ætti að vita að það að ég taki vítaspyrnur og skora er í sjálfu sér ótrúlegt. Ég er í betra formi en siðustu ár, ég hef náð að hlaupa meira og fengið fleiri færi. Ég ætla ekki að fara fram úr sjálfum mér því allir frábærir markaskorarar vita að þurrkatímabil getur verið handan við hornið."

Nik hefur undanfarin tvö ár spilað með Fjarðabyggð en hann ákvað í vetur að söðla um og ganga til liðs við Aftureldingu.

„Úlfur (Jökulsson, þjálfari) elti mig eins og hundur og lét mig ekki í friði eftir tímabilið. Ég ákvað því að láta slag standa svo hann myndi hætta," sagði Nik léttur.

Nik er Englendingur en hann kom fyrst til Íslands árið 2007. Þá var hann í skóla í Bandaríkjunum á veturnar. Nik hefur spilað öll tímabil síðan þá á Íslandi, fyrir utan tvö ár. Nik hefur meðal annars spilað með Huginn og Fjarðabyggð.

„Eftir fyrsta tímabilið mitt með Álftanesi þá er eitthvað við Ísland sem fær mig alltaf til að koma til baka. Ég er mjög hrifinn af landinu og þá sérstaklega Austurlandi. Núna þegar ég er búinn með skólann í Bandaríkjunum þá er ég að reyna að setjast hér að til lengri tíma. Ég er loksins byrjaður að læra íslensku og er að vinna í öðrum hlutum til að geta mögulega flutt alfarið hingað," sagði Nik að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner