Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 30. júní 2017 14:45
Magnús Már Einarsson
Best í 10. umferð: Fallegur völlur og landslagið vakti athygli
Cloé Lacasse (ÍBV)
Cloé Lacasse.
Cloé Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég var ánægð með leik okkar eftir fyrsta korterið. Það tók okkur tíma að komast í gang en síðan gerðum við góða hluti," sagði Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV, við Fótbolta.net í dag en hún er leikmaður 10. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

„Við stóðum okkur vel. Staðan var 1-0 nánast allan leikinn. Þetta var frábær frammistaða varnar og sóknarlega og það var gott að ná öðru markinu í lokin og halda hreinu."

ÍBV er eftir sigurinn með 22 stig í fjórða sætinu, sex stigum frá toppnum.

„Í augnablikinu eru fimm lið að berjast um titilinn. Við tökum einn leik í einu. Auðvitað viljum við berjast um titilinn og við gerum okkar besta til að ná því markmiði."

Cloé skoraði bæði mörk ÍBV gegn KR en hún hefur nú skorað níu mörk í tíu leikjum í sumar þrátt fyrir að hafa spilað meidd á köflum.

„Ég hef verið að eiga við smá meiðsli en sjúkraþjálfarinn hjá ÍBV hefur skila góðu starfi og haldið mér inni á vellinum," sagði Cloé sem er á þriðja tímabili sínu í Eyjum.

„Eftir að hafa spilað í Bandaríkjunum þá vildi ég prófa að spila í Evrópu. Ég var með nokkur tilboð en ÍBV var það tilboð sem mér fannst mest spennandi. ÍBV náði athygli minni með þessum fallega velli og landslagi hér í Vestmannaeyjum. Ég vissi að íslenska deildin var að verða frekar vinsæl hjá erlendum leikmönnum svo ég ákvað að prófa að spila hér."

Cloé gæti tekið sitt fjórða tímabil í Eyjum næsta sumar.

„Eins og staðan er núna þá stefni ég á að vera á Íslandi á næsta ári. Hins vegar veltur þetta allt á því hvernig skólinn gengur því ég fer aftur í Háskóla í Kanada í haust," sagði Cloé að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar - Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Leikmaður 8. umferðar - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Leikmaður 7. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 5. umferðar - Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Leikmaður 4. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner