Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 30. maí 2017 13:15
Magnús Már Einarsson
Best í 7. umferð: Finnst borgarstjóranafnið fyndið
Sandra Stephany Mayor (Þór/KA)
Sandra fagnar laglegu marki sínu í gærkvöldi.
Sandra fagnar laglegu marki sínu í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sandra með boltann í leiknum í gær.
Sandra með boltann í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Hún er klárlega besti leikmaður deildarinnar, það er enginn vafi í mínum huga. Hún er með eiginleika sem fáir leikmenn hér á landi hafa tæknilega," segir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, um Söndru Stephany Mayor.

Sandra Stephany er leikmaður 7. umferðar í Pepsi-deildinni en hún skoraði og átti enn einn stórleikinn í 3-1 sigri á Stjörnunni í toppslag í gærkvöldi.

„Stephany var frábær í leiknum í gær. Hún var mjög góð sóknarlega, skoraði frábært mark og lagði upp annað. Svo aftur á móti var hún líka frábær varnarlega og vinnur virkilega mikið fyrir liðið þar,"

Sandra er á sínu öðru tímabili með Þór/KA en Donni tók við liðinu af Jóhanni Kristni Gunnarssyni síðastliðið haust. Vissi Donni hversu öflug Sandra væri þá?

„Ég fylgdist náttúrlega með Þór/KA í fyrra og síðan skoðaði ég marga leiki frá síðasta ári eftir að ég tók við og þar sást fljótt hvaða eiginleika hún hefur sem leikmaður. Jói, Moli, leikmennirnir og fleirri töluðu einstaklega vel um hana (og hinar) sem manneskjur og liðsfélaga. Ég myndi segja að hún sé öflugri núna á þessu tímabili heldur en í fyrra þó hún hafi verið mjög öflug þá."

Í vetur kom Bianca Elissa Sierra til liðs við Þórs/KA. Hún er unnusta Söndru en þær eru báðar í landsliði Mexíkó. Sandra hefur spilað ennþá betur eftir að Bianca kom til Þórs/KA.

„Þær Bianca ná einstaklega vel saman og líður vel á Akureyri. En þær eru fyrst og fremst í góðu liði, með frábæra liðsfélaga og í flottu umhverfi til að geta hámarkað afkastagetu sína á vellinum. Það hefur kannski hjálpað henni hvað mest vegna þess að Bianca er hörkuleikmaður og styrkir okkur mikið."

Sandra Stephany Mayor hefur fengið gælunafnið borgarstjórinn í fjölmiðlum þar sem Mayor þýðir borgarstjóri á íslensku.

„Gælunafnið finnst mér bara frekar töff. Við köllum hana öðru ögn eðlilegra nafni, en ég held að henni finnist þetta bara fyndið," sagði Donni að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

SJá einnig:
Leikmaður 6. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 5. umferðar - Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Leikmaður 4. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner