Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fös 11. ágúst 2017 18:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 12. umferð: Rosalega gaman að fá að spila alvöru keppnisleik
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir.
Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson - KSÍ
„Mér fannst við spila vel. Vorum ákveðnar fram á við og sköpuðum mikið af færum," segir Katrín Ómarsdóttir, leikmaður 12. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Katrín skoraði og var öflug í 3-1 sigri KR á Grindavík í gær.

„Ég hefði haldið að með vindi hefðu þær verið meira með boltann og við meira að verjast en við sóttum mikið á móti vindinum, og svo gekk seinni hálfleikurinn mjög vel með vindi."

Katrín var að spila sinn fyrsta leik í þrjá mánuði en hún ökklabrotnaði í byrjun maí.

„Það var rosalega gaman að fá að spila alvöru keppnisleik. Þá skiptir allt máli. Ég hafði engar væntingar til mín fyrir leikinn og hafði í raun enga hugmynd hvernig leikurinn myndi spilast eða hvernig ég myndi vera. En ég hef spilað fótbolta lengi og vissi að ef ég myndi fókusera á það sem ég kann og er góð í þá ætti ég að komast út úr leiknum ágætlega."

KR er í fallbaráttu og Katrín segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með liðinu úr stúkunni.

„Það hefur verið erfitt að horfa á já. En það hefur verið stígandi í liðinu þrátt fyrir að leikir hafa tapast."

„Ég spái lítið í töflunni og það hefur aldrei gert neitt fyrir mig. Ef við fókuserum á okkur og spilum góðum bolta þá detta úrslitin okkar megin. Mér finnst bara gaman að vera komin til baka og langar að hjálpa liðinu að spila góðan fótbolta,"
sagði Katrín að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

Sjá einnig:
Leikmaður 10. umferðar - Cloe Lacasse (ÍBV)
Leikmaður 9. umferðar - Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Leikmaður 8. umferðar - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Leikmaður 7. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 5. umferðar - Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Leikmaður 4. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner