Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 05. febrúar 2018 10:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafði ekki hugmynd um hvort dæma ætti víti eða ekki
Jon Moss ræðir hér við línuvörðinn.
Jon Moss ræðir hér við línuvörðinn.
Mynd: Getty Images
Boltinn hafði viðkomu í Lovren áður en hann barst til Kane.
Boltinn hafði viðkomu í Lovren áður en hann barst til Kane.
Mynd: Getty Images
Miklar umræður hafa skapast eftir leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham fékk tvær umdeildar vítaspyrnur seint í leiknum sem koma til með að verða mikið ræddar á vinnustöðum landsins í dag.

Í fyrri vítaspyrnudómnum braut Loris Karius, markvörður Liverpool, af Harry Kane.

Kane var þó í rangstöðu þegar sendingin kom inn á hann, en áður en boltinn barst til hans hafði hann viðkomu í Dejan Lovren varnarmanni Liverpool.

Dómarinn ákvað að dæma vítaspyrnu, jafnvel þótt hvorki hann né línuvörðurinn hafi haft hugmynd um hvort Lovren hefði í rauninni snert boltann eða ekki.

Samtal Jon Moss við línuvörðinn Eddie Smart:

Smart: „Það eina sem ég þarf að vita, snerti Lovren boltann?"

Moss: „Ég veit það ekki."

Smart: „Ef hann snerti ekki boltann, þá er Harry Kane rangstæður, þá er engin vítaspyrna."

Christian Eriksen: „Hann snerti boltann."

Emre Can: „Hann snerti ekki boltann."

Moss: „Talaðu bara við mig aftur."

Smart: „Þú veist að hverju ég er að spyrja; ég þarf að fá þetta á hreint, snerti Lovren boltann? Ef hann gerir það, þá er það viljandi gert, og þess vegna er það vítaspyrna. Ef hann snerti ekki boltann, þá er þetta rangstaða og ekki vítaspyrna."

Moss: „Ég hef ekki hugmynd um hvort Lovren snerti boltann. Ég ætla að dæma vítaspyrnu."

Sjá einnig:
Graham Poll: Dómarateymið stóð sig vel á Anfield
Clattenburg ósammála Poll: Hvorugt átti að vera víti



Athugasemdir
banner
banner