Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   þri 09. september 2014 22:27
Elvar Geir Magnússon
Pétur Marteins: Gylfi oft verið meira áberandi
Icelandair
Gylfa fagnað í leiknum í kvöld.
Gylfa fagnað í leiknum í kvöld.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ummæli Péturs Marteinssonar í útsendingu RÚV hafa vakið talsverða athygli en hann talar þar um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki verið mjög áberandi í 3-0 sigrinum gegn Tyrklandi í kvöld.

Rætt hefur verið um ummælin á samskiptasíðum en Pétur var sérfræðingur í settinu eftir leik. Hér að neðan má sjá þessi ummæli í heild sinni.

„Gylfi hefur oft verið meira áberandi í leikjum en varnarvinnan hans og hvað hann er orðinn flinkur í að vita hvenær á að spila hratt og hvenær á að róa leikinn, hvenær á að verjast. Hann er orðinn heilsteyptur leikmaður og gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Þegar við vorum orðnir einum færri þá stíga okkar toppmenn fram," sagði Pétur Marteinsson eftir leikinn.

Gylfi var valinn maður leiksins af öllum fjölmiðlum eftir leikinn en hann fékk 9 í einkunn hér á Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner
banner