Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 11. janúar 2018 14:26
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Sex mörk í innbyrðis leik milli ungra KA liða
Áki Sölvason.
Áki Sölvason.
Mynd: Heimasíða KA
KA2 4 – 2 KA3
1–0 Bjarni Aðalsteinsson ('25)
2–0 Þorgeir Ingvarsson ('41)
3–0 Frosti Brynjólfsson ('43)
3–1 Gunnar Darri Bergvinsson ('56)
4–1 Áki Sölvason ('57)
4–2 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('72)

KA teflir fram þremur liðum í Kjarnafæðismótinu þetta árið. Aðalliði sínu og tveimur 2. flokksliðum.

2. flokksliðin áttust við í Boganum í gær, KA2 og KA3. Úr varð hörkuleikur.

KA 2 byrjaði leikinn af miklu kappi og stjórnaði leiknum framan af. Það var því verðskuldað sem þeir skoruðu fyrsta mark leiksins á 25. mínútu, en þar var að verki Bjarni Aðalsteinsson með langskot eftir gott spil. Þorgeir Ingvarsson kom KA 2 svo í 2-0 á 41. mínútu, en þá fylgdi hann vel eftir skot sem Arnór Ísak Haddsson hafði varið í marki KA 3 og kom boltanum yfir marklínuna. Tveimur mínútum síðar skoraði Frosti Brynjólfsson þriðja mark KA 2 eftir að boltinn hafi borist innfyrir vörnina, og staðan í hálfleik því 3-0.

KA 3 komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og uppskáru mark á 56. mínútu. Gunnar Darri Bergvinsson fékk þá sendingu utan af kannti og afgreiddi boltann í netið. Á þessum tímapunkti í leiknum var mikill stígandi í sóknarleik KA 3. Leikmenn KA 2 voru þó ekki á því að hleypa KA 3 aftur inn í leikinn og skoraði Áki Sölvason fjórða mark KA 2 einungis mínútu eftir að KA 3 hafði minnkað muninn. Þorsteinn Már Þorvaldsson lagaði stöðuna fyrir KA 3 á 72. mínútu með skoti í slá og inn eftir flotta sókn. Þar við sat og 4-2 sigur KA 2 gegn KA 3 staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner