Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 13. janúar 2017 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Þór hafði betur gegn Fjarðabyggð
Ármann Pétur setti tvö fyrir Þór.
Ármann Pétur setti tvö fyrir Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 4 - 2 Fjarðabyggð
1-0 Númi Kárason ('22 )
2-0 Ármann Pétur Ævarsson ('22, víti)
2-1 Víkingur Pálmason ('30 )
3-1 Guðni Sigþórsson ('72 )
3-2 Sjálfsmark ('77 )
4-2 Ármann Pétur Ævarsson ('80 )

Kjarnafæðismótið á Norðurlandi heldur áfram að rúlla, en í kvöld mættust Þór Akureyri og Fjarðabyggð í bráðskemmtilegum leik í B-riðli.

Þór byrjaði betur og komst í 2-0 með tveimur mörkum á 22. mínútu. Víkingur Pálmason náði að minnka muninn fyrir Fjarðabyggð eftir hálftíma og staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Þór.

Þórsarar komust í 3-1, en aftur náði Fjarðabyggð að minnka muninn. Ármann Pétur Ævarsson sigldi þessu þó heim fyrir Þór með sínu öðru marki á 80. mínútur.

Lokatölur 4-2 fyrir Þór, en þeir eru búnir að vinna báða leiki sínu. Þeir unnu Völsung í fyrsta leik sínum, en þessi leikur í kvöld var fyrsti leikur Fjarðabyggðar í mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner