Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 16. maí 2016 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Íslandsmeistararnir lögðu Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 0 Fjölnir
1-0 1-0 Viðar Ari Jónsson ('3, sjálfsmark)
2-0 Steven Lennon ('55)
Nánar um leikinn

FH tók á móti Fjölni í Pepsi-deild karla og byrjuðu Íslandsmeistararnir vel þegar knötturinn endaði í netinu eftir atgang í vítateig Fjölnis í kjölfarið af hornspyrnu.

FH-ingar komust nálægt því að bæta við marki fyrir leikhlé og kom Steven Lennon knettinum loks í netið snemma í síðari hálfleik eftir laglega sókn heimamanna.

Fjölnismenn voru lítið ógnandi og brenndu af þeim fáu góðu færum sem þeir fengu. FH-ingar virkuðu rólegir og yfirvegaðir eftir annað mark leiksins og sigldu öruggum sigri í höfn án mikilla vandræða.

FH er með níu stig eftir sigurinn og er Fjölnir um miðja deild, þremur stigum neðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner