Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 16. ágúst 2017 06:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Pogba ætlar sér að vinna deildina með United
Pogba ætlar sér að vinna deildina með United í ár
Pogba ætlar sér að vinna deildina með United í ár
Mynd: Getty Images
Paul Pogba segir að hann hafi ákveðið að snúa aftur til Manchester United til þess að vinna ensku úrvalsdeildina og er ákveðinn í að láta það verða að veruleika.

Franski landsliðsmaðurinn yfirgaf United árið 2012 og gekk í raðir Juventus á frjálsri sölu eins og frægt er. Hann sneri svo aftur síðasta sumar þegar Jose Mourinho fékk hann aftur til félagsins fyrir metfé.

Pogba hjálpaði liðinu að vinna þrjá titla á síðasta tímabili, Samfélagsskjöldinn, Enska deildarbikarinn og Evrópudeildina en liðinu gekk ekki vel í deildinni og lenti þar í sjötta sæti.

Núna eftir að hafa eytt ágætlega á leikmannamarkaðinum í sumar sér Pogba fyrir sér að þeir verði í baráttunni um enska meistaratitilinn ásamt núverandi meisturum Chelsea og erkifjendunum í Manchester City.

„Ég kom hingað til þess að vinna Úrvalsdeildina. Að vinna deildina er það sem skiptir máli. Draumur minn var að spila fyrir þennan klúbb og þegar ég fór héðan árið 2012, fannst mér að ég hefði misst af eitthverju hjá Manchester United því ég var aldrei byrjunarliðsmaður," sagði Pogba.

„Nú er ég kominn aftur og er mjög ánægður með það. Ég þroskaðist mikið á Ítalíu og ég hef komið aftur sem karlmaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner