Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 16. október 2014 20:49
Brynjar Ingi Erluson
John Guidetti um Kurzawa: Leyfði honum að bragða á eigin meðali
Svíar fóru illa með Frakka í umspilinu.
Svíar fóru illa með Frakka í umspilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rothögg ársins átti sér stað í leik U21 árs landsliðs Svíþjóðar og Frakklands á dögunum er liðin mættust í umspii um sæti á EM en það var John Guidetti, framherji Glasgow Celtic, sem átti það skuldlaust.

Frakkland vann Svíþjóð með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli og var því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn í Svíþjóð.

Svíar svöruð í þeim leik og komust í 3-0. Það leit því ágætlega út en þegar lítið var eftir þá minnkaði Layvin Kurzawa, leikmaður Frakka, muninn og var því Frakklandi skyndilega á leið á EM.

Kurzawa fór að Guidetti og fagnaði fyrir framan hann en karma átti svo sannarlega eftir að kíkja í heimsókn því stuttu síðar skoraði Oscar Lewicki. Svíþjóð fer því á EM og ákvað Guidetti því að henda í eitt þægilegt rothögg og fagna á sama hátt og Kurzawa.

,,Hann var að hæðast að mér þegar við komumst í 3-0 og svo þegar þeir minnkuðu muninn í 3-1 þá hljóp hann upp að mér og gerði þetta. Þá hugsaði ég bara, jæja, þá skorum við bara annað og komumst í 4-1 og ég leyfi honum að bragða á eigin meðali. Þið vitið hvað er sagt um karma," sagði Guidetti við Aftonbladet.
Athugasemdir
banner
banner
banner