Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 19. júní 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi deildin: Stjarnan sigraði ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og ÍBV mættust á Samsung vellinum í fyrsta leik 10.umferðar Pepsi deildar karla í kvöld.

Stjarnan mætti ákveðnari til leiks og þjörmuðu að marki gestanna en það voru hinsvegar Eyjamenn sem komust yfir á 17.mínútu. Sindri Snær gaf þá boltann út á kantinn á Shahab Zahedi sem fór illa með Brynjar Gauti og kláraði vel.

ÍBV hélt þó forystunni ekki lengi og einungis sjö mínútum síðar var Stjarnan búið að jafna metin. Hilmar Árni keyrði upp völlinn, gaf fyrir á Guðjón Baldvinsson sem kom knettinum á Þorstein með frábærri hælsendingu og hann á ekki í vandræðum með að setja boltann í autt markið.

Stjarnan var öflugri í síðari hálfleik og fengu sannkallað dauðafæri þegar Þorsteinn skýtur beint á Halldór í marki ÍBV. Stjarnan hélt áfram að pressa og á 84. mínútu kom sigurmarkið. Hilmar Árni tekur hornspyrnu sem finnur Baldur og hann skallar í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Stjarnan sigrar.

Stjörnumenn koma sér tímabundið fyrir í toppsætinu en Eyjamenn sitja í 11.sætinu með 8 stig.

Stjarnan 2 - 1 ÍBV
0-1 Shahab Zahedi Tabar ('17 )
1-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('24 )
2-1 Baldur Sigurðsson ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner