Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   þri 21. mars 2017 21:00
Elvar Geir Magnússon
Parma
Ákvað að leika fyrir Kosóvó og mætir Íslandi - Fékk rosalegar móttökur
Icelandair
Berisha í leik í Ástralíu.
Berisha í leik í Ástralíu.
Mynd: Getty Images
Meðal leikmanna sem valdir voru í landslið Kosóvó fyrir leikinn gegn Íslandi er sóknarmaðurinn Besart Berisha sem lék á sínum tíma fyrir Arminia Bielefeld í Þýskalandi.

Berisha er 31 árs og leikur fyrir Melbourne Victory í dag.

Berisha er fæddur í Pristina, höfuðborg Kosóvó, en lék 17 landsleiki fyrir Albaníu áður en Kosóvó var samþykkt inn í FIFA á síðasta ári.

Hann sótti svo um það hjá FIFA að spila fyrir landslið Kosóvó og fékk grænt ljós á það. Hann var svo valinn í landsliðið fyrir leikinn gegn Íslandi sem fram fer á föstudag.

Á dögunum kom Berisha til Kosóvó í undirbúning fyrir leikinn og fékk hann alvöru móttökur á flugvellinum. Greinilegt er að stuðningsmenn Kosóvó eru hæstánægðir með að fá þennan leikmann í sínar raðir.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner