Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. mars 2018 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: María og Chelsea í góðum málum
María lék allan leikinn.
María lék allan leikinn.
Mynd: Heimasíða Chelsea
Montpellier 0 - 2 Chelsea
0-1 So-yun Ji ('49)
0-2 Erin Cuthbert ('76)

María Þórisdóttir leysti sitt vel í vörn Chelsea er liðið bar 2-0 sigur úr býtum gegn franska liðinu Montpellier í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

María er í norska landsliðinu en hún er dóttir Þóris Hergeirssonar, sem er þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta.

María hefur verið í lykilhluverki hjá Chelsea síðan hún kom frá norska liðinu Klopp. Hún lék allan leikinn í kvöld er Chelsea vann, sem fyrr segir, góðan 2-0 sigur.

Leikurinn í kvöld var í Frakklandi en seinni leikur liðanna fer fram á Englandi eftir viku.

Á morgun mætast Wolfsburg og Slavia Prag í Íslendingaslag. Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Wolfsburg og Sandra María Jessen hjá Slavia Prag.


Athugasemdir
banner
banner
banner