Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 27. mars 2017 06:00
Kristófer Kristjánsson
Joe Hart: Wayne Rooney er fyrirliðinn okkar
Joe Hart, landsliðsmarkvörður Englands
Joe Hart, landsliðsmarkvörður Englands
Mynd: Getty Images
Joe Hart var með fyrirliðabandið fyrir England í gær í fjarveru Wayne Rooney sem er frá vegna meiðsla.

England vann 2-0 sigur gegn Litháen í bragðdaufum leik en Hart var að vonum sáttur með stigin þrjú.

„Þetta var ekki fallegt en við fengum mörkin sem við vildum," sagði Hart við ITV Sport en Jermaine Defoe og Jamie Vardy skoruðu mörk Englands.

Hart var svo spurður hvort hann hefði áhuga á að taka við fyrirliðabandinu til frambúðar og hafði hann þetta að segja: „Wayne Rooney er fyrirliðinn okkar. Ég veit það, Jordan Henderson og Gary Cahill vita það líka. Ég var bara síðastur af okkur eftir á vellinum og tók af skarið, þetta var stolt stund að leiða landsliðið út á völlinn.
Athugasemdir
banner