Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   sun 28. maí 2017 19:54
Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli: Hann henti sér í tveggja fóta tæklingu
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru ágætis punktar í þessum leik, en við fengum þrjú mörk í andlitið á alltof stuttum kafla í fyrri hálfleik. Það skilaði þeim þessum sigri í dag," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari HK eftir 0-3 tap heima gegn Fylki í Inkasso deildinni í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Fylkir

Fylkir skoraði öll mörkin á 13 mínútna kafla í lok fyrri hálfleiksins og gerði í raun út um leikinn með því.

„Ég var ánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur. Við ákváðum að fara grjótharðir inn í hann, ætluðum að gefa ekki færi á okkur og hefðum alveg getað náð einu eða tveimur mörkum ef þetta hefði dottið aðeins með okkur. Við komumst í fína stöðu. Ég er drullu svekktur en við enduðum þetta samt sem áður með ágætan seinni hálfleik."

Jóhannes Karl skammaðist í Elíasi Inga Árnasyni dómara í hálfleik en aðspurður út í það atvik minntist hann á tæklingu Ásgeirs Eyþórssonar á Ingimar Elí Hlynsson í miðjuboganum á 42. mínútu en upp úr henni skoraði Fylkir annað markið sitt.

„Maður er alltaf eitthvað ósáttur við dómarann og það er ekki alltaf sanngjarnt af manni. Maður æsist upp öðru hvoru en mér fannst vera tveggja fóta tækling hjá Ásgeiri Eyþórssyni. Hann hendir sér í tveggja fóta tæklingu inni á miðjunni og eftir mínum skilningi er bannað að tækla þannig. Ég var ósáttur við það því mér fannst þetta tveggja fóta tækling sem er ekki lögleg."

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner