Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 02. febrúar 2020 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City vildi tvær vítaspyrnur - Mourinho vildi rautt spjald
Sterling vildi fá aðra vítaspyrnu.
Sterling vildi fá aðra vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
VAR er enn og aftur að fanga athygli.
VAR er enn og aftur að fanga athygli.
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í stórleik Tottenham og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er enn 0-0, en mikil dramatík var undir lok fyrri hálfleiksins.

Þessi dramatík tengist að mestu VAR. Man City fékk vítaspyrnu á 38. mínútu þegar Serge Aurier braut af Sergio Aguero. VAR-athugun tók langan tíma, en að henni lokinni var dæmd vítaspyrna.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hló á bekknum. Ilkay Gundogan fór á punktinn, en Hugo Lloris sá við honum og varði. Lloris var kominn langt af línu sinni er spyrnan var tekin, en hún var þrátt fyrir það ekki tekin aftur. Reglurnar segja að markvörður verði að hafa að minnsta kosti einn fótinn á línunni þegar spyrnan er tekin.

Raheem Sterling reyndi að ná frákastinu, eins og Hugo Lloris. Sterling féll og var það skoðað hvort um aðra vítaspyrnu væri að ræða. Ekki var dæmd vítaspyrna.

Hérna má sjá þegar Aurier braut af Aguero, vítaspyrnuvörsluna og það sem atvikaðist í kjölfarið.

Mourinho vildi að Sterling yrði vísað af velli fyrir leikaraskap, fyrst ekki var dæmd vítaspyrna. Sterling var á gulu spjaldi, en hann hefði mögulega átt að fá rautt spjald í byrjun leiks. Það atvik má sjá hérna.

Þeir Toby Alderweireld og Oleksandr Zinchenko voru spjaldaðir í kjölfarið vegna átaka sem brutust út eftir að Sterling féll í teignum.

Henry Winter, virtur blaðamaður í Bretlandi, skrifar á Twitter: „Þetta er ekki fótbolti lengur. Það var rétt hjá VAR að fara til baka og skoða tæklinguna hans Aurier, en af hverju tekur þetta svona langan tíma? Það er klárlega eitthvað vandamál með sjónarhornið."

„Vítaspyrna Gundogan er varin. Lloris í baráttu við Sterling um lausa boltann. Leit út eins og vítaspyrna, en VAR segir ekki vítaspyrna. VAR er að eyðileggja andrúmsloftið."


Athugasemdir
banner
banner