Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 03. september 2022 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Láki Árna: Aðstoðardómarinn ætlaði að dæma rautt á markmanninn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara þroskuð frammistaða hjá Þórsliðinu. Við vorum betri aðilinn í leiknum en missum mann af velli snemma í seinni hálfleik og leystum það alveg gríðarlega vel.“ Voru orð Þorláks Árnasonar þjálfara Þórs um leik sinna manna eftir 2-0 sigur piltanna úr Þorpinu á Akureyri gegn Þrótti Vogum í Vogum í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  2 Þór

Deildar meiningar voru um rauða spjaldið sem Þorlákur minntist á sem fór á loft þegar Alexander Már Þorláksson slapp í gegn og lenti í samstuði við markvörð Þróttara. Dómaratríóið virtist ekki vera á einu máli hvað gera skyldi en niðurstaðan varð sú að Alexander fékk að líta rauða spjaldið.

„Aðstoðardómarinn ætlaði að dæma rautt á markmanninn og hann í bestri aðstöðu til að sjá þetta. Alexander er á undan í boltann og markmaðurinn bara of seinn og hann (Alexander) endar með takkanna á höfðinu á honum en ég var mjög hissa á því að dómarinn skyldi hunsa aðstoðardómarann sem var í miklu betri stöðu en við erum orðnir vanir þessu.“

Lið Þórs sat í 10.sæti deildarinnar fyrir leik dagsins sem er langt í frá það sem liðið ætlaði sér fyrir mót þó liðið geti ekki fallið. Stutt er þó á milli í töflunni og getur lið Þórs vel klifið talsvert ofar með sigrum í síðustu leikjum sínum. Hvernig er að mótivera liðið í leiki með lítið undir?

„Það er auðvitað áskorun fyrir öll lið sem hafa að litlu að keppa. Þessi úrslitakeppni sem verður á næsta ári hún mun hjálpa til fyrir þessi lið sem verða frá 2-5 í Lengjudeildinni. En það hefur verið mikill stöðugleiki í frammistöðum hjá okkur í síðustu 10 leikjum og bara eitt besta liðið i seinni umferðinni.“

Sagði Láki en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner