Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég þoli ekki skammtímalausnir"
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar samdi við Stjörnuna fyrr í þessum mánuði, kom heim til Íslands frá Öster.
Þorri Mar samdi við Stjörnuna fyrr í þessum mánuði, kom heim til Íslands frá Öster.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan lenti í áfalli í æfingaferðinni þegar bakvörðurinn Heiðar Ægisson sleit krossband.

Fyrir voru Stjörnumenn að glíma við meiðsli Tristans Freys Ingólfssonar og Henriks Mána. Þá er Andri Adolphsson að komast í fyrra form. Allt eru þetta leikmenn sem geta spilað í bakverði.

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, og var hann spurður hvort Stjarnan væri í leit að varnarmanni á markaðnum.

„Við fengum Þorra (Mar Þórisson) inn, ég var hreinskilinn við hópinn að við yrðum opnir fyrir því að taka inn varnarmann ef það kæmi einhver sem okkur litist vel á, teldum að passaði vel inn í hópinn, gerði tilkall í liðið og ýtti öðrum lengra. Okkar fannst Þorri passa í það og tókum hann inn."

„Núna missum við Heiðar og erum aftur jafnþunnir og við vorum í öftustu línu. Við erum ekki búnir að setja af stað neina virka leit, ekki frekar en áður. Við verðum alltaf með augun opinn fyrir einhverju svipuðu,"
segir Jökull.

„Ég þoli ekki skammtímalausnir, eina sem ég vil skoða er eitthvað sem er langtímadæmi hjá okkur. Allt sem við gerum er til lengri tíma. Við erum með marga sem geta leyst bakverðina frábærlega. Þegar við náum Andra í gang þá mun hann gefa okkur mikið og öðruvísi hluti þar. Við erum ekkert að setja allt á hliðina í leit að einhverju."

„Ég er mjög vandlátur (e. picky) á hvað kemur inn í hópinn, karakterinn skiptir miklu meira máli. Þetta yrði að vera einhver sem við teljum að henti. Það gæti frábær leikmaður boðist sem við teljum að henti ekki. Við sjáum bara hvað gerist,"
segir Jökull.
Athugasemdir
banner
banner