Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar Ægis með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar, er að öllum líkindum með slitið krossband. Frá þessu greinir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Heiðar varð fyrir meiðslunum í æfingaleik á Spáni gegn OB í síðustu viku. Það er ljóst að þetta er áfall fyrir Stjörnuna því Heiðar er öflugur varnarmaður sem vegna meiðsla spilaði þó ekki nema 13 deildarleiki í fyrra, en alla fimm eftir tvískiptingu.

„Það á svo sem eftir að klára eina myndatöku í viðbót til að ganga úr skugga um það endanlega, en það er engin ástæða til að vera bjartsýnn þar, hann fór í myndatöku strax úti á Spáni og slitið krossband var niðurstaðan. Það á bara eftir að leyfa bólgunni að hjaðna og ganga algjörlega úr skugga um að þetta sé niðurstaðan," segir Jökull.

„Heiðar er sterkur gæi og mjög vanmetinn leikmaður í þessari deild. Hann er sennilega besta einn á einn varnarmaðurinn í deildinni, gefur liðinu gott jafnvægi og er effektífur sóknarlega. Þetta er hræðilegt fyrir hann sem var að komast á skrið aftur eftir að hafa verið tæpur og í raun hálfur maður allt síðasta tímabil. Hann var að detta í gang núna og lendir þá í þessu, þungt fyrir hann, liðið og hópinn," segir Jökull.

Heiðar er 29 ára hægri bakvörður sem uppalinn er hjá Stjörnunni og hefur allan sinn feril leikið með liðinu ef frá er talið tímabilið 2022 þegar hann var hjá Val.

Jökull segir að þeir Tristan Freyr Ingólfsson og Henrik Máni B. Hilmarsson séu að vinna sig til baka eftir langtímameiðsli og Andri Adolphsson sé að koma sér í gang. Annars séu menn meira eða minna heilir.
Athugasemdir
banner
banner
banner