Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2020 13:24
Elvar Geir Magnússon
Högh: Ætla að skora mörk í Val og snúa til baka fullur sjálfstrausts
Kasper Högh í leik með Randers.
Kasper Högh í leik með Randers.
Mynd: Getty Images
Valur hefur fengið danska sóknarleikmanninn Kasper Högh á lánssamningi frá Randers.

Högh er nítján ára gamall og er mjög hæfileikaríkur leikmaður.

„Kasper er nýkominn úr meiðslum og við teljum að hann þurfi reglulegan spiltíma til að halda þróun sinni áfram. Það var leiðinlegt að hann var ekki klár í vor þar sem möguleikar á tækifærum voru góðir," segir Sören Pedersen íþróttastjóri Randers við heimasíðu félagsins.

„Við vonum að hann muni spila fullt með Val og skora mörk svo hann komi öflugur til baka til Randers. Hann er leikmaður sem við höfum enn mikla trú á."

Sjálfur segist Kasper Högh spenntur fyrir nýrri áskorun.

„Ég var ekki að hugsa út í að fara á lán en þá bauðst þetta tækifæri. Ég og Randers vorum sammála um að þetta myndi bara hjálpa. Það er gott að geta farið beint í að spila á meðan það er hlé á deildinni heima," segir Högh.

„Mitt markmið er að þroskast sem manneskja, ég mun standa á eigin fótum, og inni á vellinum mun ég vonandi spila mikið og skora mörk. Það myndi hjálpa mér að koma til baka til Randers fullur sjálfstrausts og sem betri útgáfa."

Kasper Högh hefur spilað sautján leiki og skorað eitt mark fyrir Randers en hann var markahæstur í dönsku U19 ára deildinni.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnar 5. ágúst en sama dag mætir Val FH í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner