Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 07. ágúst 2014 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Á nóg eftir á tanknum
Leikmaður 14. umferðar: Halldór Hilmisson (Grótta)
Halldór Hilmis. í leiknum gegn Reyni.
Halldór Hilmis. í leiknum gegn Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Það gekk nánast allt upp og það áttu flestir fínan leik hjá okkur. Þetta var einn af betri leikjunum okkar í sumar," sagði Halldór Hilmisson leikmaður Gróttu við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 14. umferðar í 2. deild karla.

Grótta kom sér upp í efsta sæti deildarinnar með 6-2 sigur á Reyni S. í 14. umferðinni. Grótta var 4-0 yfir í fyrri hálfleik. ,,Við kláruðum þetta síðan í seinni hálfleik þrátt fyrir að þeir hafi komið aðeins til baka."

,,Það hefur verið góður stígandi hjá okkur undanfarið eftir brösuga byrjun. Það eru 3-4 lið sem eru í baráttunni um að fara upp og við erum eitt af þeim. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman," sagði Halldór en Grótta er með 32 stig á toppi deildarinnar, stigi á undan nýliðum Fjarðabyggðar sem eru í 2. sæti.

,,Þetta er búið að fara frekar jafnt. Öll lið hafa verið að missa stig hingað og þangað. Þetta hefur verið óvenju jöfn deild í ár."

Fæ að stýra álaginu

Grótta fer í Neðra-Breiðholtið á morgun og mætir ÍR í toppslag 2. deildarinnar. ÍR-ingar hafa verið að gefa eftir undanfarið og einungis innbyrt þrjú stig í síðustu þremur leikjum og eru nú fimm stigum frá sæti í 1. deildinni.

,,Þetta verður hörkuleikur. Það er til mikils að vinna fyrir bæði lið. Ef við náum að vinna þennan leik þá erum við komnir í ansi góða stöðu."

Halldór sem varð 37 ára í júní segir að skrokkurinn sé í ágætu standi. ,,Ég hef verið í litlu álagi inn á milli og ég fæ að stýra álaginu inn á milli. Þetta hefur gengið vonum framar," sagði Halldór sem segist ekki vera búinn að ákveða það hvort þetta verði hans síðasta tímabil í boltanum.

,,Það á aldrei að segja aldrei. Ef maður helst meiðslalaus áfram þá veit maður aldrei. Ég á að minnsta kosti nóg eftir á tanknum," sagði Halldór Hilmis. að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 13. umferðar: Bjarki Þór Jónasson (Völsungur)
Leikmaður 12. umferðar: Viggó Kristjánsson (Grótta)
Leikmaður 10. umferðar: Jón Gísli Ström (ÍR)
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner