Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 15. júlí 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Dagarnir fara oft í FIFA og Football Manager
Leikmaður 11. umferðar - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Jökull fagnar marki í fyrrakvöld.
Jökull fagnar marki í fyrrakvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það var fínt að spila þennan leik," sagði Jökull Steinn Ólafsson leikmaður KF við Fótbolta.net. Jökull er leikmaður 11. umferðar í 2. deild karla en hann var frábær í 7-0 sigri KF á Dalvíkur/Reyni í grannaslag í fyrrakvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður þó svo við vorum þremur mörkum yfir. Við vissum að fyrstu 10 í seinni myndu þeir koma og pressa okkur og reyna að ná marki sem fyrst og gera þetta að leik, við vorum í basli þá en fjórða markið hjá okkur drap leikinn og við gengum á lagið. Alexander (Már Þorláksson) átti frábæran leik vann vel fyrir liðið og svo var Dóri (Halldór Ingvar Guðmundsson) öryggið uppmálað í markinu."

Jökull fór á kostum í leiknum en hann skoraði þrennu í leiknum en mörkin voru af dýrari grðinni.

„Þetta er líklega minn besti leikur síðan ég byrjaði í meistaraflokk en þeir voru nokkrir góðir líka í yngri flokkunum. Í fyrsta markinu þá átti varnarmaður Dalvíkur misheppnaða sendingu og ég náði boltanum á miðjunni og hljóp framhjá tveimur og var þá skyndilega kominn einn í gegn og renndi honum naumlega framhjá markmanninum, frekar skemmtilegt mark."

„Annað markið þá fékk ég hann fyrir utan teig og átti ágætis skot sem fór aðeins í liðsfélaga minn Gabríel og inni endaði hann. Þriðja markið fékk ég hann út á d boganum eftir horn og skrúfaði hann í fjærhornið, það var virkilega gaman að sjá hann inni."


Jökull er í láni hjá KF frá Fram en hann var einnig á láni í Fjallabyggð í fyrra.

„Mér finnst mjög fínt hérna. Ég var hérna líka seinni hlutann í fyrra svo ég þekki eitthvað til hérna. Ólafsfjörður er ekki líflegasti bærinn í heiminum þannig dagarnir fara oft bara í FIFA og Football Manager, síðan skemmir ekki fyrir að kærastan mín kom með mér sem var mér mikilvægt. Ég bý með henni og Alexander Má sem sér aðallega um húsverkin."

KF er eftir fyrri umferðina með 12 stig í 8. sæti deildarinnar og stefnan er sett ofar.

„Við í KF setjum stefnuna á að gera betur en í fyrra. Mér finnst við vera búnir að vera óheppnir í mörgum leikjum og eiga fá meira skilið úr þeim þannig þetta var virkilega kærkominn sigur," sagði Jökull.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic
Athugasemdir
banner
banner