Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 20. júlí 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Við erum eins og bræður
Leikmaður 12. umferðar - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Fernando fagnar marki síðastliðinn föstudag.
Fernando fagnar marki síðastliðinn föstudag.
Mynd: Úr einkasafni
„Eftir tvö jafntefli í röð var þetta mikilvægur sigur til að halda Huginn í toppbaráttunni," sagði Fernando Revilla Calleja, leikmaður Huginn, við Fótbolta.net í dag.

Fernando er leikmaður 12. umferðar en hann skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Huginn á Ægi á föstudag.

Huginn er eftir leikinn með 26 stig í þriðja sæti deildarinnar en einungis tvö stig eru í topplið ÍR. Fernando hefur trú á að Huginn hafi burði til að fara upp í 1. deild.

„Auðvitað. Ég held að við höfum lið í það og við sýnum meira og meira með hverjum leikjum að við verðskuldum það."

Alvaro Montejo Calleja var einnig á skotskónum með Huginn á föstudag. Alvaro var markahæstur hjá Huginn í fyrra en hann kom aftur til félagsins í síðustu viku. Fernando fagnar því að fá hann í Huginn en þeir tveir eru miklir félagar.

„Ég er mjög heppinn að hafa hann með mér hér. Við spiluðum saman á Spáni og það er mjög auðvelt að spila með honum. Við náum vel saman og það er frábært að vera með honum hér því að við erum eins og bræður," sagði Fernando sem gekk sjálfur til liðs við Huginn í vor.

„Alvaro kom á síðasta ári og talaði mjög vel um dvöl sína hér. Þegar hann sagði mér frá þessu þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Þetta er frábær reynsla sem hjálpar mér að vaxa sem leikmaður og persóna."

Fernando kann einkar vel við lífið á Seyðisfirði.

„Það er ótrúlegt og fólkið hér er magnað. Þetta er eins og ein stór fjölskylda sem hjálpar Huginn að verða að því liði sem við erum. núna. Þetta er líka einn fallegasti staðurinn á Íslandi," sagði Fernando að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner