Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 15. september 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 19. umferð: Kom til í gegnum þjálfara minn í Íran
Shahab Zahedi Tabar (ÍBV)
Shahab Zahedi Tabar fagnar marki í gær.
Shahab Zahedi Tabar fagnar marki í gær.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var minn fjórði leikur í byrjunarliðinu í sumar og minn besti hingað til," sagði Shahab Zahedi Tabar, framherji ÍBV, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Shahab skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á Grindavík í gær og hann er leikmaður umferðarinnar að þessu sinni.

Eyjamenn komust úr fallsæti í fyrsta skipti í langan tíma með sigrinum í gær en liðið er nú í 9. sæti. Shahab er bjartsýnn á að Eyjamenn haldi sæti sínu.

„Já mér finnst við vera með gott lið og hef trú á að við náum í fleiri stig og höldum okkur í deildinni."

Shahab er frá Íran en hann kom til ÍBV í júlí síðastliðnum. „Þetta kom til í gegnum þjálfara minn úti. Hann sagði mér frá áhuga á Íslandi og ég fékk að koma á reynslu í tvær vikur og skrifaði svo undir samning í kjölfarið."

Shahab er 22 ára gamall en hann er að spila í fyrsta skipti utan Íran. „Í Íran eru leikmenn tæknilega góðir en á Íslandi reynir meira á líkamlegan styrk, þú þarft að hlaupa meira bæði varnar og sóknarlega og leggja mikið á þig," sagði Shahab sem kann vel við sig í Eyjum.

„Ég elska lífið hér í eyjum, fólkið er mjög almennilegt og hefur tekið vel á móti mér og ég vona að ég geti gefið eitthvað til baka," sagði Shahab en hann vonast til að leika áfram með ÍBV næsta sumar.

„Já, ég vona það. Samningur minn er samt bara út þetta tímabil en með möguleika á framlengingu," sagði Shahab að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 18. umferðar - Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Leikmaður 17. umferðar - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Leikmaður 16. umferðar - Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Leikmaður 14. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Andre Bjerregaard (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner