Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 16. júní 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 7. umferð: Fyrra markið af dýrari gerðinni
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Sindri í leik gegn Val fyrr í sumar.
Sindri í leik gegn Val fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Raggi Óla
„Ég er ekki vanur að ljúga en fyrra markið var af dýrari gerðinni. Ég hitti boltann andskoti vel og það var rosalega gott að sjá hann syngja í netinu," sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, við Fótbolta.net í dag en hann skoraði tvívegis í 3-1 sigri á KR í gær.

Fyrra markið var eins og Sindri orðaði það, af dýrari gerðinni. Langskot sem Beitir Ólafsson í marki KR átti ekki möguleika í. Fyrstu tvö mörk Sindra á tímabilinu í sama leiknum og það í sigurleik gegn KR.

Tilfinningin þegar Sindri lagðist á koddann í gærkvöldi, hlýtur að hafa verið góð.

„Mér leið bara þokkalega vel, það er alltaf gott að leggjast á koddann eftir að hafa unnið knattspyrnuleik," sagði Sindri Snær hógvær.

„Það er alltaf gott að vinna fyrir framan sína stuðningsmenn og nú þurfum við að fylgja þessum sigri eftir," sagði Sindri sem segir byrjunina á mótinu hafa verið ágæta, jafnvel of misjafna.

„Við höfum átt mjög góða leiki og svo verið sjálfum okkur verstir inn á milli. Við viljum byrja á því að koma okkur úr þessum sætum í neðri hlutanum sem ÍBV hefur verið í síðustu ár, það verður síðan að koma í ljós hverju það skilar okkur."

Sindri er að leika sitt annað tímabil fyrir ÍBV og hefur vakið athygli fyrir spilamennsku sína í sumar en hann hefur einnig borið fyrirliðaband ÍBV í fjarveru Andra Ólafssonar.

„Þetta hefur verið fínt hingað til, ég lenti í leiðinlegum meiðslum síðasta sumar og var í endurhæfingu hjá Friðriki sjúkraþjálfara fram að áramótum sem gekk mjög vel og síðan verið hjá Jóni Bjarka Kírópraktor eftir áramót. Annars var ég að æfa mjög svipað í vetur eins og á síðasta ári."

„Mér líkar mjög vel hérna í Eyjum. Það fer rosalega vel um mig. Við getum orðað það þannig að það er rólegt og rómantískt," sagði Sindri sem endaði með einhverju klisjulegasta svari sumarsins þegar hann var spurður að því hvort hann væri ánægður með sína spilamennsku í sumar.

„Ég er þokkalega sáttur með hvernig mér hefur gengið í sumar, en það er alltaf hægt að gera betur."

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild karla í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

Sjá einnig:
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner