Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 20. júní 2017 15:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 8. umferð: Megum ekki gleyma okkur í gleðinni
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll Sigurðsson var magnaður á miðju Vals gegn KA.
Haukur Páll Sigurðsson var magnaður á miðju Vals gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í baráttunni í leiknum.
Í baráttunni í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson var kóngur í ríki sínu þegar Valur vann KA 1-0 í 8 .umferð Pepsi-deildarinnar. Fyrirliði Hlíðarendaliðsins er leikmaður umferðarinnar en lífið leikur við Valsmenn sem tróna á toppi deildarinnar.

„KA hefur sýnt í deildinni að þeir hafa lið til að gera góða hluti. Þess vegna var þetta mjög öflugur sigur, sérstaklega í ljósi þess að við spiluðum 10 gegn 11 síðasta hálftímann. Við náðum að þétta okkur eftir það, buðum kannski ekki upp á mikinn sóknarleik en fengum eitt og eitt færi og hefðum getað komið okkur í enn betri stöðu. En það var varnarleikurinn sem skilaði þessu vil ég meina," segir Haukur.

Erum með fjölbreyttan leikstíl
Það vita það allir að Valsmenn geta spilað frábæran fótbolta en liðið getur líka sýnt baráttu og öflugan varnarleik þegar á þarf að halda.

„Við höfum sýnt það áður í sumar að við erum með fjölbreyttan leikstíl. Við getum látið boltann ganga vel og opnað öll lið. Svo getum við líka dottið til baka og gefið fá færi á okkur. Það er styrkleikamerki."

Haukur var hrikalega öflugur á miðju Vals í gær og sýndu Pepsi-mörkin skemmtilega klippu af honum í baráttunni þar sem hann var að láta finna fyrir sér og tækla.

„Ég sá þessa klippu reyndar ekki því ég var farinn að sofa þegar Pepsi-mörkin voru, ég kíki kannski á það seinna. En ég naut mín vel í þessum leik. Mér líður vel. Það þurftu allir að stíga upp þegar við misstum mann af velli. Menn leggja þá meira á sig varnarlega og það gerðu allir í leiknum gegn KA," segir Haukur.

Getum unnið alla
Úrslitin í gær í Pepsi-deildinni voru mjög hliðholl Valsmönnum. Liðin fyrir neðan voru að missa af dýrmætum stigum.

„Þau féllu kannski með okkur en það er helling eftir af þessu og margt sem á eftir að gerast í þessu móti. Við þurfum að vera fókuseraðir á okkur og spá í því sem við erum að gera í stað þess að hugsa um aðra. Við einbeitum okkur að okkur. Í öllum íþróttum er hrikalega gaman þega vel gengur. Svo eru Evrópuleikir framundan og það er hrikalega spennandi. Að sjálfsögðu líður okkur vel."

Finnst Valsmönnum þeir vera óstöðvandi?

„Mér líður þannig að við getum farið og unnið öll lið á landinu. Við höfum líka sýnt það að við getum dottið niður á plan sem við viljum ekki vera á. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum. Ef hausinn á okkar leikmannahópi er rétt skrúfaður á þá líður okkur vel en við megum ekki gleyma okkur í gleðinni," segir Haukur Páll Sigurðsson.

Sjá einnig:
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner