Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 28. ágúst 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 17. umferð: Hélt að þeir myndu ekki vinna leik í vetur
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Elfar Árni fagnar marki í gær.
Elfar Árni fagnar marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Elfar í baráttu í gær.
Elfar í baráttu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Maður á að vera þarna til að skora og þetta er besti leikur minn í sumar," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji KA, við Fótbolta.net í dag.

Elfar Árni er leikmaður 17. umferðar í Pepsi-deildinni en hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 5-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í gær.

„Ég vona að ég nái að halda þessu áfram. Það er verst að maður dettur beint í frí núna," sagði Elfar en landsleikjahlé er framundan.

KA lagði Víking R. 1-0 í síðustu viku en sigurinn í gær var mun öruggari.

„Þetta var töluvert þægilegra. Eftir sigurinn á móti Víkingi kom meiri ró yfir mannskapinn. Við vorum aðeins rólegri þegar við fórum inn í þennan leik. Það létti stressinu að ná marki snemma og við gátum spilað fótbolta sem við viljum spila."

KA er núna í 5. sætinu með 24 stig, stigi frá FH sem er í 3. sæti. FH á tvo leiki til góða en efstu þrjú sætin gefa Evrópusæti. Á KA séns á Evrópubaráttu?

„Það er séns. Við getum gefið öllum liðum í þessari deild leik. Ef við höldum áfram að vinna þá er það möguleiki. Það er stutt niður og stutt upp. Vonandi höldum við áfram að fara upp á við til að hafa að einhverju skemmtilegu að keppa í lokaleikjunum."

Árið 2013 fékk Elfar Árni þungt höfuðhögg í leik með Breiðabliki gegn KR. Leiknum var hætt í kjölfarið en Elfar var fljótur að ná sér.

„Ég hef aldrei fundið neitt sem ég tengi við höfuðhöggið. Ég er hvergi banginn eftir það," sagði Elfar.

Elfar hefur frá æsku verið harður stuðningsmaður Newcastle. Helgin var góð hjá honum því auk sigurs KA í gær þá náði Newcastle að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið rúllaði yfir West Ham á laugardag.

„Ég hélt að þeir myndu ekki vinna leik í vetur miðað við hvernig þetta byrjaði. West Ham náði að vera lélegri og það er ágætt. Vonandi fær Newcastle sjálfstraust núna til að vinna leiki," sagði Elfar sem vonast til að Newcastle kaupi menn í vikunni.

„Það þarf klárlega að styrkja hópinn. Ég sá að Viðar (Örn Kjartansson) er orðaður við þá í dag og það er fróðlegt."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 15. umferðar - Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Leikmaður 14. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Andre Bjerregaard (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner