Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 10. ágúst 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 14. umferð: Davíð lét mig efast um að skjóta
Steven Lennon (FH)
Steven Lennon skorar markið glæsilega.....
Steven Lennon skorar markið glæsilega.....
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
....og fagnar.
....og fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var síðasti séns fyrir okkur. Ef við hefðum ekki unnið þá hefði baráttan líklega orðið á milli Vals og Stjörnunnar," sagði Steven Lennon, leikmaður FH, við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 14. umferðar í Pepsi-deildinni eftir frammistöðu sína í 2-1 sigri á toppliði Vals í fyrrakvöld.

Sigurinn var mikilvægur fyrir FH en liðið er nú sex stigum frá toppsætinu.

„Við höfum gert of mörg jafntefli á tímabilinu en vonandi setur þessi sigur okkar pressu á Val. Þeir eiga stórleik gegn KR næst. Þetta var góður sigur."

Lennon skoraði glæsilegt mark gegn Val en það gerði hann með viðstöðulausu þrumuskoti eftir að Arnar Sveinn Geirsson skallaði boltann frá marki.

„Þegar boltinn var í loftinu ætlaði ég alltaf að skjóta. Davíð (Þór Viðarsson) öskraði og sagði að ég hefði tíma til að taka á móti boltanum. Hann lét mig efast en ég lét vaða. Þetta var erfitt tæknilega því boltinn kom úr mikilli hæð. Þetta er líklega eitt besta mark sem ég hef skorað á Íslandi."

Lennon greindi frá því fyrir tímabil að hann hefði prófað að gerast vegan og í kjölfarið misst sex kíló. Hann er þó ekki lengur á vegan mataræði.

„Ég hef ekki verið vegan í smástund. Ég vil skiptast á. Ég held að það sé best að vera hálft ár vegan og síðan ekki vegan. Það þurfa samt ekki að vera sex mánuðir í röð, þetta geta verið tveir mánuðir hér og tveir mánuðir þar."

Lennon hefur skorað ellefu mörk í sumar en hann hefur aldrei skorað jafnmikið á einu tímabili.

„Ég hef ekkert spilað sem fremsti maður. Ég hef spilað meira vinstra megin eða sem númer tíu. Ég tel að þetta sé gott fyrir mann í þessum stöðum. Vonandi heldur þetta áfram í úrslitaleiknum á laugardag," sagði Lennon en hann minntist þar á bikarúrslitaleikinn gegn ÍBV.

„Vonandi getum við unnið. FH hefur ekki orðið bikarmeistari síðan 2010 og Heimir (Guðjónsson) vildi ólmur koma okkur í úrslitin. Þetta verður erfiður leikur. Á sínum degi getur ÍBV verið eitt af betri liðunum í deildinni. Þeir voru í úrslitum í fyrra og vilja fara skrefi lengra. Ef við spilum eins og gegn Val þá getum við vonandi unnið,"

Lennon yfirgaf Fram áður en liðið varð bikarmeistari árið 2013. Hann náði því ekki að spila í úrslitunum þá.

„Ég fór til Noregs (til Sandnes Ulf) fyrir undanúrslitin og missti af sigrinum í úrslitaleiknum. Þetta er titill sem ég hef ekki unnið á Íslandi. Ég vonast til að vinna á laugardag og vonandi næ ég að skora líka," sagði Lennon að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 13. umferðar - Andre Bjerregaard (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner
banner