Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 05. febrúar 2018 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Línuvörðurinn sakaður um að fagna vítaspyrnudómnum
Mynd: Getty Images
Dómararnir voru í aðalhlutverki þegar Liverpool og Tottenham mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tottenham fékk tvær umdeildar vítaspyrnur sem hafa verið mikið ræddar síðan flautað var til leiksloka.

Sjá einnig:
Hafði ekki hugmynd um hvort dæma ætti víti eða ekki

Fyrri vítaspyrnan sem Tottenham fékk kom eftir að Jon Moss, dómari leiksins, ræddi við línuvörðinn. Moss dæmdi vítaspyrnu eftir samræðurnar en þegar Moss flautaði og benti á punktinn virtist línuvörðurinn fagna því.

Þessu tóku stuðningsmenn Liverpool eftir en margir þeirra deildu skoðunum sínum á Twitter.

Hér að neðan er myndband af atvikinu.










Athugasemdir
banner
banner
banner