Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   lau 03. október 2020 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
Gaui Þórðar: Tognað liðband þýðir að Gonzalo spilar ekki meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík tapaði á heimavelli gegn Leikni R. í Lengjudeildinni í dag og mætti Guðjón Þórðarson í viðtal að leikslokum.

„Við vorum ekki alveg í takt og bitið fór úr sókninni eftir að við misstum Gonzalo meiddan af velli. Á köflum vorum við að spila gegn sjálfum okkur, tókum of margar erfiðar ákvarðanir sem reyndust okkur þungbærar," sagði Gaui, sem vildi fá vítaspyrnu þegar Vignir Snær Stefánsson féll innan vítateigs í stöðunni 0-1.

„Svo var stór ákvörðun tekin þegar Vignir er sleginn niður í vítateignum í stöðunni 1-0. Þá hefðum við fengum víti og sennilega hefði markmaðurinn átt að fá rautt, allavega gult, og það hefði munað um það. Við áttum færi í leiknum, markvörðurinn þeirra stóð sig vel. Þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum en þeir eru með gott lið og áttu sigurinn skilið."

Gaui óttast að Gonzalo Zamorano, sem fór meiddur af velli, geti verið lengi frá vegna meiðsla.

„Þetta lítur ekki alltof vel út, því miður hefur maður áhyggjur af Gonza. Þeir detta niður, varnarmaðurinn dettur á hnéð á honum og það snýst uppá hnéð. Það beygist inn og þetta lítur út fyrir að vera tognað liðband, vonandi er það ekki meira. Tognað liðband þýðir að hann spilar ekki meira og það er mikill missir því Gonzalo hefur verið jákvæður, unnið vel og verið góður leikmaður."

Ólsarar eru svo gott sem búnir að bjarga sér frá falli þrátt fyrir tapið. Þeir eru með 19 stig eftir 20 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner