Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 05. september 2020 15:50
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Við erum ekki hættir
Gefst ekki upp
Gefst ekki upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag klukkan 13:00 fór fram leikur Fjölnis og Breiðablik í Grafarvogi þar sem leikar enduðu með nokkuð sannfærandi sigri Blika en þar voru lokatölurnar 4-1 fyrir Blika.

"Alltaf svekktur að tapa þannig að við erum svekktir með niðurstöðuna, það voru möguleikar í þessu framan á leik sérstaklega, tvö mörkin í fyrri voru í ódýrari kantinum þar sem að við vorum í boltanum í bæði skiptin og gátum auðveldlega komið í veg fyrir það, komum samt þokkalega þéttir inn í seinni, setjum mark og það varð leikur úr þessu en eftir að Mikkelsen skorar og þá datt bottninn bara smá úr þessu og menn virðast missa trúnna" Sagði Ásmundur Arnarsson í viðtali beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  4 Breiðablik

Fjölnir hafa fengið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Jeffrey Monakana og Nicklas Halse en þeir voru ekki í hóp í dag, hver er staðan á þeim?

"Þeir eru ekki komnir til æfinga og eins og reglurnar eru bara og það er auðvitað bara til þess að sýna að við erum ekki hættir, það eru 9 leikir eftir, við erum búnir að reyna ýmislegt og helst hefðum við viljað taka einhvað af innanlands markaðnum til okkar en það gekk ekki þannig á loka metrunum þá náðum við að tvo erlenda leikmenn og fyrst og fremst markmiðið að koma mönnum upp á tærnar, fullt eftir, fullt af stigum í boði þannig við ætlum að sýna við ætlum að berjast til hinsta dags"

Hvernig leikmenn eru þeir?

" Nicklas er kannski svona varnarsinnaður miðjumaður eða svokölluð sexa og Jeffrey er sóknarsinnaður kantmaður og senter og getur leyst ýmsar stöður þannig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner